expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, September 12, 2015

Bakaðir kleinuhringir

Jiminn eini, mig brá bara að sjá hvað það er langt síðan ég setti inn uppskrift á bloggið síðast!! Við getum allavega sagt að ég hafi tekið mér ansi gott sumarfrí!

En þar sem kleinuhringjaæði virðist vera hér á landi þessa dagana langar mig að deila þessari uppskrift með ykkur. Hún er úr bókinni minni Freistingar Thelmu og er mjög vinsæl hjá börnunum mínum. Það góða við þá er að þeir eru ekki djúpsteiktir og tekur enga stund að gera.



Vanillukleinuhringir

Þessir kleinuhringir eru einstaklega mjúkir og góðir og passa með hvaða
glassúr sem er. Til þess að baka þá þarf sérstakt kleinuhringjaform.

Innihald
250 g hveiti
170 g sykur
2 tsk lyftiduft
½ tsk salt
180 ml súrmjólk
2 egg, létt hrærð
1 tsk vanilludropar
Fræ úr einni vanillustöng
30 g smjör, brætt


Vanilluglassúr
130 g flórsykur
2 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaform að innan. Setjið hveiti, sykur, lyftiduft
og salt í skál og blandið saman. Bætið súrmjólk, eggjum, vanilludropum, fræjum
úr einni vanillustöng og smjöri saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel
saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því í kleinuhringjaformin. Fyllið hvert
kleinuhringjaform aðeins til hálfs og bakið í 6-8 mínútur, eða þar til þeir eru orðnir
ljósbrúnir að lit. Kælið kleinuhringina aðeins áður en þið takið þá úr forminu.

Vanilluglassúr
Blandið flórsykri, mjólk og vanilludropum saman og hrærið þar til glassúrið verður
mjúkt og slétt. Setjið einn dropa af gelmatarlit saman við glassúrið ef þið viljið lita það
og hrærið vel. Til þess að fá súkkulaðiglassúr er bætt við 1 msk af kakói. Ef glassúrið
er of þykkt er hægt að bæta smá mjólk saman við. Dýfið kleinuhringjunum ofan í
glassúrið og skreytið að vild. Best er að borða kleinuhringina samdægurs.


Verði ykkur að góðau

Thelma

No comments:

Post a Comment